Heim
Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur opna viðburði þar sem félögum og gestum gefst tækifæri á að læra og dansa hina ýmsu þjóðdansa. Félagið er staðsett í Álfabakka 14a.
Við erum í sumarfríi ☀️
Fylgist með fréttum af starfinu hér og á Facebook.
Blogg
- ISLEK – þjóðmenningarmót í Úlfarsárdal – Hvað er í boði?Dagana 14.-20. júlí fer norræna þjóðmenningarmótið ISLEK fram í Úlfarsárdal.
- Islek 2025 – Samnorrænt þjóðdansa og þjóðlagamótMeð þessari færslu viljum við vekja athygli á að þjóðdansafélagið stendur fyrir norrænu þjóðdansa og þjóðlagamót nú í júlí. Staðsetning er í Úlfarsárdal, nánar tiltekið í Dalskóla, menningarmiðstöð og íþróttahúsi Fram og standa þessi hús við Úlfarsbraut, 113 – Reykjavík . Væri það okkur ánægja ef áhugi væri fyrir að koma og taka þátt í þessu með okkur og njóta dans og tónlistar sem verður þarna á kvöldin. Einnig verður dansað í miðborg Reykjavíkur og Hafnarfiarði. Þá mun verða dansað…
- Danskvöld Þjóðdansafélags Reykjavíkur – 12. septemberHefur þú heyrt um vefaradansinn og ræl? Vefaradansinn má rekja til 19. aldar á Íslandi og var hann dansaður víða um land. Mörg ólík tilbrigði finnast við dansinn og fer það meðal annars eftir landshlutum hvernig dansinn var dansaður. Dansinn er einnig að finna víða í nágrannalöndum okkar. Margir kannast eflaust við erindið: „Nú vefum við mjúka og dýrindis dúka. ;Vefum mjúka, dýra dúka rennum skyttunni í skil::“ Fimmtudaginn 12. september mun Atli Freyr Hjaltason annast fimmtudanskvöldið hjá okkur. Vefaradansinn…
Álfabakki 14A, 109 Reykjavík