Heim

Heim


Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur opna viðburði þar sem félögum og gestum gefst tækifæri á að læra og dansa hina ýmsu þjóðdansa. Félagið er staðsett í Álfabakka 14a. Viðburðir í sal okkar eru eftirfarandi:

Mánudaga: Opin danskvöld kl. 20:00 ætluð ungmennum á mennta- og háskólaaldri (15-25 ára). Þátttakendum gefst færi að læra dansa frá Íslandi, Norðurlöndunum og víðar.

Fimmtudaga kl 18:45-19:45: Opnir danstímar þar sem dansaðir eru sögulegir dansar frá um 1650-1900. Meðal dansa eru Playford dansar (ma. enskir sveitadansar), hefðardansar og ýmsir tískudansar 19. aldar.

Fimmtudaga kl 20:00: Opin danskvöld þar sem dansaðir eru ýmsir dansar, íslenskir og erlendir.

Ekkert gjald hefur verið tekið fyrir þátttöku í þessum danstímum.

Fylgist með fréttum af starfinu hér og á Facebook.



Blogg


Álfabakki 14A, 109 Reykjavík