Mánudans – Þjóðdansar fyrir ungmenni
Ert þú ungmenni á mennta- eða háskólaaldri? Hefur þú áhuga á þjóðdönsum-, búningum, tónlist- og öðru í þeim dúr? Þjóðdansafélag Reykjavíkur býður ungmennum á aldrinum 15-25 ára að koma og kynnast þjóðdönsum. Dansað er á mánudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 og farið er yfir helstu grunnspor íslenskra og norrænna þjóðdansa. Íslenskir þjóðdansar eru fjölbreyttir en meðal þess sem farið er yfir á mánudagskvöldum eru: Söngdansar Hefur þú heyrt kvæðið af Ólafi liljurós? Hefur þú áhuga á sagnadönsum og vikivakakvæðum? Við dönsum…