Danskvöld Þjóðdansafélags Reykjavíkur – 5. september

Danskvöld Þjóðdansafélags Reykjavíkur – 5. september

Á fimmtudögum verða fjölbreytt námskeið í allan vetur þar sem gömlu dansarnir, söngdansar og aðrir dansar verða teknir fyrir. Síðasta fimmtudag mánaðar verða svo þeir dansar sem kenndir voru í mánuðinum teknir fyrir án kennslu og þátttakendur eru hvattir til að koma með léttar veitingar til að hafa með kaffinu. Dagskrá hvers fimmtudags er auglýst með fyrirvara hér og á Facebook.

[Athugið að Þjóðdansafélag Reykjavíkur er hnetulaust og ætlast er til að innihald veitinga sé gefið upp]

Félagið er staðsett að Álfabakka 14a, 109 Reykjavík (í Mjódd vinstra megin við Subway). Húsið opnar klukkan 19:45 og dansað er frá 20:00-21:30. Þátttaka í starfi félagsins kostar ekkert.

Við vekjum athygli á því að þátttakendur koma á eigin forsendum og það er hlutverk umsjónarfólks að stýra kennslu og stuðla að jákvæðu, uppbyggilegu og öruggu umhverfi fyrir alla þátttakendur. Hlutverk þátttakenda er ekki að kenna eða veita umsögn.

Þetta fyrsta danskvöld vetrar mun Lilja Petra Ásgeirsdóttir annast umsjón. Farið verður yfir grunnspor í ræl og vals ásamt nokkrum tilbrigðum við hvorn dans. Hvorki er gerð krafa um kunnáttu í dansi né er það skilyrði að mæta með dansfélaga.

Comments are closed.