ISLEK 2025
Norræna þjóðmenningarhátíðin ISLEK 2025 verður haldin dagana 14.-20 júlí 2025 í Úlfarsárdal, Reykjavík en þá verða liðin 50 ár frá því fyrsta ISLEK mótið var haldið hér á landi.
Við bjóðum alla þjóðdansara, þjóðlagaspilara og áhugafólk um þjóðbúninga velkomna á þessa hátíð. Hátíðisdagana verður fjölbreytt dagskrá með norrænum þjóðdönsum, tónlist, þjóðbúningum og þjóðlegu handverki.
Einnig verður sýning og fyrirlestur um íslenska þjóðbúninginn.
Boðið verður upp á gistingu á staðnum.
Upplýsingar um dagskrá, ferðir og verð verða fljótlega aðgengilegar á heimasíðu okkar.
Hátíðin er haldin í samvinnu Þjóðdansafélags Reykjavíkur og Nordlek (Norræn samtök um þjóðmenningararf).