Nordlek
Þjóðdansafélag Reykjavíkur er félagi í Nordlek, sem stofnað var 1975 en hefur starfað síðan 1920. Nordlek er samstarfsfélag áhugamannafélaga á öllum Norðurlöndunum sem áhuga hafa á þjóðmenningararfi landa sinna.
Nordlek stendur fyrir reglulegum þjóðdansa- og þjóðlagamótum á Norðurlöndunum. Mót þessi hafa verið haldin í öllum aðildarlöndum. Starf Nordlek nær til allra
aldurshópa.
Nánari upplýsingar um Nordlek má nálgast á heimasíðu samtakana: nordlek.org
