Um okkur

Um okkur

Þjóðdansafélag Reykjavíkur var stofnað 17. júní árið 1951 af áhugafólki um þjóðdansa og þjóðlagatónlist. Félagið er elsta starfandi þjóðdansafélag á Íslandi.

Stofnmarkmið félagsins eru, í fyrsta lagi, að vekja áhuga á þjóðdönsum, einkum íslenskum söngdönsum, gömlu dönsunum, en einnig á erlendum þjóðdönsum.

Í öðru lagi, að safna dönsum hér á landi, skrá danslýsingar ásamt ljóðum og lögum, sem þeim fylgja.

Í þriðja lagi, að efla áhuga á íslenskum þjóðbúningum og hefðum fyrri alda sem tengjast þeim.

Félagið hefur stuðlað að rannsóknum og miðlun þjóðdansa, tónlistar, danstengdum bókmenntum og þjóðbúningum.

Félagið er áhugamannafélag og er rekið í sjálfboðavinnu.