
Vilt þú prófa eitthvað nýtt?
Þjóðdansafélag Reykjavíkur býður upp á spennandi dagskrá í allan vetur þar sem fólki gefst færi á að læra fjölbreytta dansa. Á dagskrá vetrarins má finna allt mögulegt frá gömlu dönsunum og þjóðdönsum til sögulegra tískudansa ásamt fjölbreyttum dönsum frá öllum Norðurlöndunum.
Fimmtudaginn 29. ágúst verður opið hús hjá okkur í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Húsið opnar 19:30 og lokar 21:30.
Starf vetrarins verður kynnt og við bjóðum öll velkomin.
Heitt verður á könnunni.
Fylgist með fréttum af starfinu hér á heimasíðu okkar eða á Facebook.