
Hallingspringar námskeið
Þjóðdansafélag Reykjavíkur býður öll velkomin á ókeypis námskeið í norskum þjóðdönsum mánudaginn 25.03.24. Við fáum heimsókn frá norskri fjölskyldu sem ætla að kynna okkur fyrir danshefðunum sínum frá Hallingdal og dansinum hallingspringar.

Fjölskyldan samanstendur af Vebjørn, Ingrid, Åsmund, Kjell Magne og Marianne Fauske. Þau hafa mikla reynslu af dansi og hafa kennt þjóðdansa í fleiri ár auk þess að taka þátt í kappleikum.
Námskeiðið fer fram í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Álfabaka 14a, 109 Reykjavík frá kl. 18:00-20:00. Engin krafa er um danskunnáttu og öllum sem langar að vera með er velkomið að taka þátt.
Hallingspringar er variant af springar dansinum sem er í ¾ takt og hefur verið dansaður í fleiri hundruð ár og er hluti fjölbreyttrar hefðar í Noregi sem inniheldur fjölmarga svipaða dansa en hefur sín sérkenni. Á námskeiðinu verður leikið undir dansi á harðangurfiðlu og tvöfalda harmónikku.
Fyrir þau sem vilja kynna sér dansinn fyrirfram bendum við á að fara á Youtube og leita að hallingspringar. Það er mikið efni á vefnum.
Við hlökkum til og vonum að sem flest sjái sér fært að vera með og dansa með okkur.
Hægt er að melda sig á facebook síðu félagsins, hér.