ISLEK – þjóðmenningarmót í Úlfarsárdal – Hvað er í boði?

ISLEK – þjóðmenningarmót í Úlfarsárdal – Hvað er í boði?

Dagana 14.-20. júlí fer norræna þjóðmenningarmótið ISLEK fram í Úlfarsárdal.

ISLEK er haldið af Þjóðdansafélagi Reykjavíkur í samstarfi við Nordlek, samtök þjóðdansa-, tónlistar- og þjóðmenningarfélaga á Norðurlöndunum. Von er á fjölda gesta frá öllum Norðurlöndunum sem munu glæða mótsvæðið lífi á meðan mótinu stendur og við bjóðum allt áhugafólk um þjóðdansa, þjóðlög, þjóðbúninga og norræna þjóðmenningu velkomið að kíkja á hátíðina.

Eftirfarandi liðir dagskráar eru opnir almenningi:

Þriðjudaginn 15. júlí:

  • Kynning á íslenskum þjóðbúningum í menningarmiðstöðinni Úlfarsárdal kl. 14:30-15:30 þar sem Oddný Kristjánsdóttir klæðskerameistari mun sýna og segja frá
  • Opnunarathöfn mótsins fer fram í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal kl. 20:00-21:30

Miðvikudaginn 16. júlí:

  • Norræn danssýning verður á götum Hafnafjarðar, á Thorsplani og Hellisgerði, frá kl. 14:00-16:00
  • Norræn danssýning í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal kl. 20:00-21:30
  • Beint á eftir verður svo gamli marsinn dansaður og dansað fram á kvöld

Föstudaginn 18. júlí:

Laugardaginn 19. júlí:

Við erum virk á samfélagsmiðlum og kjörið að fylgja okkur þar til að fylgjast með mótinu!

Comments are closed.